144. löggjafarþing — 139. fundur,  30. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:11]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er mín skoðun og mitt mat að vinna hv. umhverfis- og samgöngunefndar á síðasta þingi hafi einmitt leitt það í ljós að ágreiningur var mun minni en menn höfðu talið í fyrri umræðu um náttúruverndarlögin. Umræðan leiddi til þess að þáverandi hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra lagði til að lögin yrðu afturkölluð en vinna nefndarinnar leiddi aftur á móti í ljós að ágreiningurinn var mun minni.

Ég segi það fyrir mig að ég hefði kosið að þessum lögum þyrfti ekki að fresta enn og aftur, en legg áherslu á að þetta lagaumhverfi þarf að uppfæra. Ef menn halda vel á spöðunum þá ætti að vera hægur vandi að ljúka þessari vinnu á tilsettum tíma þannig að Íslendingar eignist náttúruverndarlög sem eru í takt við samtímann. Það er brýn og mikil þörf á því.