144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál
[13:05]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri mér alveg grein fyrir að það er auðvitað pólitísk spurning hvaða leið menn fara og það er þá greinilega vilji meiri hluta nefndarinnar að auka ekki samkeppni eða innflutning á lægra verði en ella, því að það hefði líka verið hægt að fara hina leiðina og segja að hlutkesti yrði varpað. Þessi leið er því valin en ekki hin. Það veldur mér vonbrigðum vil ég segja, en það er auðvitað pólitísk spurning hvernig menn útdeila þessum takmörkuðu gæðum.