144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:31]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég spurði hvort hv. þingmaður mundi ekki telja það til bóta, hvort það væri ekki gott að vera með rammana. Ég veit alveg að þeir eru ekki, það hefur verið rætt ítrekað, en það væri til mikilla bóta mundi ég halda.

Síðan annað. Lög um opinber fjármál snúast ekki um að hleypa málum í gegnum þingið á einhverjum ákveðnum hraða. Það snýst um áætlanagerð, kannski fyrst og fremst hjá ráðuneytunum og ráðherrum, ef við horfum fram í tímann. Ég hef enga trú á því að þingið fari eitthvað að bregða fæti fyrir það, þannig að ég skil nú ekki alveg þá umræðu ef ég að vera heiðarleg.

Kannski að lokum ein spurning. Því hefur verið velt upp í þessari áætlun af hverju ráðherra er bundinn, og gert er ráð fyrir 3% vexti á S-merktum lyfjum. Hvað þýðir það? Má vöxturinn verða meiri? Með hvaða hætti bindur þetta t.d. heilbrigðisráðherra? Hvað ef vöxturinn verður meiri? (Forseti hringir.) Verður hann meiri? Hvaða þýðingu hafa þessar setningar í áætluninni?