144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál
[17:43]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta mál er um margt ágætt og við getum fallist á margar, flestar greinar þess í Bjartri framtíð. Hins vegar þegar kemur að því að ákveða hvernig eigi að deila út tollkvótum mun meiri hluti nefndarinnar leggja til að það verði gert með útboði eða uppboði og það er einfaldlega aðferð sem endar í hækkandi verðlagi og bitnar á neytendum. Við leggjum til í Bjartri framtíð að umframtollkvótum verði deilt út með hlutkesti og hvetjum þingheim til þess að greiða atkvæði með þeirri breytingartillögu okkar. Hún er neytendum til hagsbóta og ég vona að við sjáum niðurstöðu á þeim nótum hér á eftir.