144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál
[17:48]
Horfa

Eldar Ástþórsson (Bf):

Virðulegi forseti. Ég hvet þingheim til að kynna sér þessa breytingartillögu og leggjast ekki á sveif með því að skattar séu beinlínis hækkaðir hérna með því að lögfesta þá leið að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verði að bjóða út tollkvóta. Þetta er ekki neytendum í hag, þetta er ekki frjálsri verslun í hag og góðum viðskiptum. Hún er kannski ekki fullkomin en þessi leið er alveg arfaslæm, að auka álögur á neytendur, og þess vegna segi ég já við þessari breytingartillögu. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hana nánar og segja já við henni.