144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál
[17:49]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég er mjög hissa á því hvað þetta rennur ljúflega í gegn og ég horfi hér á talsmenn viðskiptafrelsis fella tillögu okkar í Bjartri framtíð. Ég kaupi ekki þau rök að þó að einu sinni hafi verið varpað hlutkesti og eitt fyrirtæki hafi tekið allan kvótann gefist maður bara upp fyrir því. Menn finna þá nýjar leiðir. Það er rétt að hlutkestisleiðin er ekkert fullkomin en hún er mun betri en útboð sem hækkar vöruverð, sem lendir á neytendum. Ég trúi því ekki að ég sé að horfa á fólk fella tillögu okkar og greiða atkvæði með þessu.