144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[17:51]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er ansi hrædd um að þetta frumvarp endurspegli hversu illa ígrunduð sú ákvörðun var á sínum tíma að færa hluta af málefnum menningarminja frá hæstv. menntamálaráðherra yfir til hæstv. forsætisráðherra. Sá flutningur hefur valdið óþarfaflækjum í þessum málefnum. Þó að ég hafi í 1. umr. um þetta mál tekið undir markmið þessa frumvarps, sem eru að auka vægi verndunar þegar kemur að heildstæðum húsaþyrpingum, þá nær málið sjálft ekki að uppfylla þau markmið. Hér skortir alla heildarhugsun.

Ég vil benda á í þessu samhengi að Ríkisendurskoðun er nýlega búin að lýsa því áliti sínu að það þurfi að endurskoða flutning þessa málaflokks, hvort hann hafi verið réttur. Ég held að þetta mál sýni að sú ákvörðun var illa ígrunduð. Hér er verið að leggja til aukið flækjustig, verið að flækja málaflokk og rugla markmið sem að öðru leyti eru góð og gild. Þess vegna (Forseti hringir.) munum við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjast gegn þessu frumvarpi.