144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

innflutningur dýra.

643. mál
[18:30]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Eins og ég sagði í síðustu umræðu um þetta mál er verið að tala um svokallaða a-leið, sem ég er sáttari með að farin sé í þessu máli.

Hér er eingöngu verið að greiða atkvæði um erfðaefni holdanautgripa og ég legg ríka áherslu á það og endurtek hér að ef þetta frumvarp á einhvern hátt muni ýta undir þá umræðu að fara að flytja inn nýtt kúakyn hér til lands, þá mun ég standa með meiri hluta íslenskra kúabænda er greiddu atkvæði á móti þeirri tillögu þegar könnun var gerð á því hjá Landssambandi kúabænda. Ég segi já.