144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

veiðigjöld.

692. mál
[13:22]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það má vera að ég sé stödd í vitlausum lið og það er ég greinilega, en ég ætla samt að halda mig við ræðu mína. Þarna er verið að breyta varðandi greiðslu veiðigjalds og fresta því að fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 2016. Í ljósi samstöðu held ég að ég greiði atkvæði með þessu.