144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

almenn hegningarlög.

475. mál
[13:25]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu máli sérstaklega og hlakka mikið til þess að geta sest með félaga Úlfari Þormóðssyni, sem var á sínum tíma dæmdur fyrir það forboðna blað sem gerði grín að því að fermingar og fermingargjafir væru kannski óþarflega dýrar. Það þótti nógu mikið guðlast til að það blað er núna bannfært, væntanlega má ég ekki eiga það og væntanlega má ekki sýna það í sjónvarpi eða hvað það er fyrr en þetta ágæta frumvarp verður að lögum.