144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

almenn hegningarlög.

475. mál
[13:26]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Mér finnst þetta mál nú harla ómerkilegt og varla ástæða til að flytja það. Þetta er partur af afsiðun þjóðarinnar. Það er flest orðið heimilt, til dæmis finnst fólki hvers kyns ummæli í kerfum svokallaðra netmiðla bara alveg sjálfsögð. Það þykir alveg sjálfsagt mál að senda þingmönnum til dæmis skeyti um það að næst þegar viðkomandi muni mæta þingmanninum á götu þá muni hann hrækja á hann. Þetta eru skeyti sem ég hef fengið og ég tel að þetta sé angi af sama meiði. Mér sýnist á þessari skrautlegu töflu að ekki sé á það bætandi að vera á móti, þannig að ég ætla ekki að spyrna meira við, ég hef ekki meira þrek en að sitja hjá. Og ég segi bara: Verði ykkur að góðu. (Gripið fram í: Þakka þér fyrir.)