144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

almenn hegningarlög.

475. mál
[13:27]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Málið er afgreitt frá allsherjar- og menntamálanefnd í fullkominni samstöðu, enda eru umsagnir um málið flestar jákvæðar. Það er kirkjan sjálf, Biskupsstofa og ríkissaksóknari sem óska eftir því að málið verði samþykkt hér í þinginu.

Málfrelsi er mikilvægt, við eigum að bera virðingu fyrir því, og það er fallegt að búa í samfélagi þar sem þingmenn mega fá póst eins og hv. þingmaður rakti hér að framan, án þess að við því séu viðurlög. Í slíku samfélagi vil ég búa og vonandi munum við taka frekari skref í átt að því að auka vitund fyrir því að við eigum að bera virðingu fyrir mannréttindum, hvort sem það hefur í för með sér óþægilegar afleiðingar fyrir okkur sum sem hér sitjum eða ekki. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)