144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

27. mál
[13:28]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Þetta mál er borið fram af hv. þm. Björt Ólafsdóttur og fjallar um að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Ríkt hefur góð sátt um málið og öll velferðarnefnd er á nefndarálitinu þannig að við biðjum um gott veður og góðan stuðning fyrir þessu mjög svo góða og jákvæða framfaraspori.