144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:43]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er leitt að það blandist inn í þingstörfin að þessi þingsályktunartillaga sé hér til umræðu, vegna þess að hér er verið að stíga enn eitt skrefið í þá átt að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni. Það er mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesi eins og stendur. Ég hef verið talsmaður Sundabrautar sem væri vel til þess fallin að létta á borgarumferðinni og auk þess mundi hún skapa fleiri útgönguleiðir af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Allar hugmyndir um léttlestir og lestir til Keflavíkur og annað þýða bara eitt, virðulegi forseti: Fyrst á að setja flugvöll í Hvassahraun og síðan á að koma Reykjavíkurflugvelli í framhaldinu fyrir kattarnef og svo á að fara að vinna eftir þessu plani. (Forseti hringir.) Því er ég alfarið á móti og mun greiða atkvæði á móti þessari þingsályktunartillögu.