144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:59]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Ég er nokkuð ánægður með þessa tillögu vegna þess að hún er í sjálfu sér í samræmi við skoðanir Framsóknarflokksins til langs tíma á því að kanna hagkvæmni af lestarsamgöngum. Ég vil minna á það að fyrir aldarfjórðungi kom fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins fram með tillögu mjög í þessum anda, Alfreð Þorsteinsson, og það er nú ekki í fyrsta skipti sem hann sá langt framar öðrum. Ég er því mjög glaður með þessa tillögu og ætla að greiða henni atkvæði, herra forseti.