144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

lögræðislög.

687. mál
[14:08]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að tíunda það sem áður var sagt en vil þó taka það sérstaklega fram að ef ekki stæði til að fara í heildarendurskoðun á þessum málaflokki gæti ég ekki greitt atkvæði með þessu máli vegna þess að mér finnst þarna ekki nógu langt gengið að ýmsu leyti. Þó tel ég þetta tvímælalaust vera skref í rétta átt, þetta er réttarbót og því mun ég styðja málið.