144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[14:20]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp hefur verið umdeilt, sérstaklega 1. gr. þess. Sjálfur tel ég mjög mikilvægt að ráðherra hafi þær eðlilegu stjórnunarheimildir sem felast m.a. í því að ákveða aðsetur undirstofnana. En það er líka mikilvægt að vandað sé til ákvarðana sem varðað geta fjölda manna og að undirbúningurinn sé klár. Þess vegna styð ég mjög breytingartillögu við 1. gr. til að tryggja að betur verði vandað til þessara verka, að skýrsla verði gefin þinginu áður en ákvörðun liggi fyrir. Þess vegna styð ég málið.