144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[14:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að þegar ráðherrar ákveða að flytja stofnanir til og frá sé það yfirleitt, eins og hefur eins og sýnt sig í því máli sem þetta frumvarp er ástæðan fyrir, ekki mjög faglegt, þó að maður eigi náttúrlega ekki að eyða orðum í að svara hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur.

Ég segi það að breytingartillaga meiri hlutans bætti 1. grein mjög og þess vegna er mér ekkert að vanbúnaði að styðja hana. En ég segi eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson að það sem eftir er af frumvarpinu er vont og þess vegna mun ég greiða atkvæði gegn frumvarpinu í heild.