144. löggjafarþing — 144. fundur,  2. júlí 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[15:23]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Bjartri framtíð fögnum þessari breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að hverfisskipulagið falli úr skipulagslögum, en það hefði verið stórslys og algerlega tilefnislaust. Það breytir því ekki að við munum leggjast gegn þessu frumvarpi þar sem við teljum að það sé óþarft og að markmiðum laganna væri hægt að ná í gegnum skipulagslög og lög um minjavernd.