144. löggjafarþing — 144. fundur,  2. júlí 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[15:25]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég verð að taka undir það sem hér var sagt. Vissulega hefur frumvarpið batnað í meðförum nefndarinnar og þar á hv. framsögumaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, stóran þátt, en það breytir því þó ekki eins og hér hefur verið rakið að frumvarpið er óþarft. Það er fyrst og fremst til að uppfylla markmið sem kemur fram í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna og hefur ekkert að gera með neina þörf sem snýr að þessum málum.

Ég tek undir það, mér finnst mjög sérstakt að sjá hér þrautreynt sveitarstjórnarfólk, sem finnst það í lagi að ganga svona gegn áliti sveitarstjórna sem hafa látið vel í sér heyra hvað þetta mál varðar. Við getum því ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði okkar, frú forseti.