144. löggjafarþing — 144. fundur,  2. júlí 2015.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

800. mál
[15:37]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég studdi þetta mál ekki þegar það kom hingað inn 2012 og það sem hér er á ferðinni er síðan viðbót, það er leiðrétting upp á 1,3 milljarða vegna þess að það vantaði upp á í áætlanagerð frá opinberum aðilum. Það er gagnrýnisvert.

Það er óneitanlega sérstakt að verða vitni að því þegar þingmenn koma hingað upp og fagna því sérstaklega að áætlanir hafi verið svona brogaðar og það sé fagnaðarefni að eyða þurfi 3,2 milljörðum meira í verkefnið. Ég studdi þetta ekki 2012 og ætla ekki að gera það núna.