144. löggjafarþing — 146. fundur,  3. júlí 2015.

stjórn fiskveiða.

814. mál
[11:13]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þetta er sú grein sem meðal annars reyndir þingmenn og fólk úti í bæ hefur bent mér á að feli í sér möguleika á því að verið sé að styrkja réttarstöðu þeirra sem hafa verið á makrílveiðum og auka líkurnar á því að makríllinn verði kvótasettur. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Aðrir þingmenn hafa komið hérna upp sem eru í atvinnuveganefnd og segja að ég hafi rangt fyrir mér, en tíminn mun leiða það í ljós. Ég greiði alla vega atkvæði á móti þessu af því að mér finnst ekki rétt að taka slíka áhættu án þess að þjóðin hafi aðkomu að málinu.