144. löggjafarþing — 147. fundur,  3. júlí 2015.

þingfrestun.

[13:54]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Forseti Íslands gjörir kunnugt:

„Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 144. löggjafarþings, frá 3. júlí 2015 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 8. september 2015.

Gjört á Bessastöðum, 2. júlí 2015.

Ólafur Ragnar Grímsson.

___________________________

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

 

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég því yfir að fundum Alþingis, 144. löggjafarþings, er frestað.

Ég færi jafnframt virðulegum forseta þakkir fyrir góða hugvekju í lok þingstarfa og óska honum, alþingismönnum, starfsmönnum þingsins svo og landsmönnum öllum ánægjulegra sumardaga.