145. löggjafarþing — 3. fundur,  10. sept. 2015.

lengd þingfundar og tilhögun fjárlagaumræðu.

[10:33]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill láta þess getið að samkomulag er um það milli forseta og þingflokksformanna að þingfundir í dag og á morgun geti staðið þar til 1. umr. um fjárlagafrumvarp 2016 er lokið.

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar sem verður bæði í dag og á morgun, föstudag. Í dag verður almenn umræða um fjárlagafrumvarpið í framhaldi af framsögu fjármála- og efnahagsráðherra og á morgun, föstudag, munu fara fram umræður um málaflokka einstakra ráðherra. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur allt að 30 mínútur til framsögu nú í upphafi og talsmenn allra þingflokka hafa 15 mínútur hver. Aðrir þingmenn úr fjárlaganefnd hafa tíu mínútur hver og allir aðrir þingmenn hafa fimm mínútur hver.

Á morgun munu fagráðherrar taka þátt í umræðunni og í lok hennar mun fjármála- og efnahagsráðherra taka til máls. Nánara fyrirkomulag umræðunnar á morgun verður tilkynnt við umræðuna þá.