145. löggjafarþing — 3. fundur,  10. sept. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:21]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni yfir því að verið sé að einfalda skatt- og tollkerfið. Mér sýnist vilji vera hjá ríkisstjórninni að einfalda fleiri kerfi enn frekar, sem er bara mjög gott þó að ekki megi gleyma náttúrlega að tryggja þjónustuþáttinn líka í kerfunum.

Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra hvort jafnframt standi þá til að einfalda kerfin sem Tryggingastofnun starfar eftir til að auka gæði þjónustu hjá þeirri stofnun af því að það er mjög flókið kerfi sem þar liggur að baki og enginn skilur það almennilega.