145. löggjafarþing — 3. fundur,  10. sept. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[14:59]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst ekki ósanngjarnt að gera þá kröfu til núverandi fjármálaráðherra að hann nýti sér þá fídusa sem nú þegar eru til í þeim kerfum sem verið er að semja frumvörpin í. Það er ekki eins og það sé mikið vandamál að búa þessa efnisatriðaskrá til eða atriðaorðaskrá. Þetta kemur auðveldlega.

Þegar þú ert með svona skrá heitir það að vera með „headings“, síðan ertu með „subheadings“ og svo getur forritið tekið það og búið þetta mjög auðveldlega til. Þetta er hægt í Word, það hefur verið hægt í tíu, fimmtán, tuttugu ár. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað nýtt, þetta er bara spurning um að gera þetta, það tekur korter. Ef hv. fjármálaráðherra gæfi mér aðgang að hráa fælnum, hvort sem þetta er í Word eða LaTeX, eða ég veit ekki hvað, þá gæti ég gert það sjálf.

Þetta er því mjög sanngjörn krafa, að mér finnst, og það að þetta hafi ekki verið gert fyrr er í raun og veru skammarlegt, ég verð að segja það. Ég verð því miður að vera ósammála hv. þingmanni um að þetta sé ósanngjörn krafa.