145. löggjafarþing — 3. fundur,  10. sept. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:59]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði í fyrri ræðu minni. Ríkisstjórnin er að bæta stórlega í á sviði velferðarmála, heilbrigðismála og á sviði innviða samfélagsins. Það hefur komið fram í umræðum, það kemur fram í þessu frumvarpi og þetta fer nú til fjárlaganefndar og verður unnið þar. (Gripið fram í: Segja satt.) Virðulegi forseti. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Þetta er ólíkt fyrri ríkisstjórn sem markvisst hlífði fjármálakerfinu og skar niður í heilbrigðiskerfinu og til velferðarþjónustunnar. Við horfðum upp á það hér síðustu ár kjörtímabilsins að kröfuhafar voru sérstaklega undanskildir í skattlagningu, (Gripið fram í.) sérstaklega undanskildir í skattlagningu (Gripið fram í: Svaraðu spurningunni.) upp á tugi milljarða kr. (Gripið fram í.) Nú er komin ríkisstjórn sem setur heimilin, velferðarkerfið í fyrsta sæti og sækir fjármagn til fjármálakerfisins og kröfuhafanna. Það er ekki nema von að hv. þm. Katrín Júlíusdóttir, sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn, sé ofurlítið sár yfir þessari breyttu forgangsröðun. (Gripið fram í.)