145. löggjafarþing — 4. fundur,  11. sept. 2015.

viðvera forsætisráðherra í fjárlagaumræðu.

[10:45]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir allt það sem komið hefur fram hjá minni hlutanum í þessu máli, um fjarveru hæstv. forsætisráðherra. Ég vísa að öðru leyti í ræðu undir sama lið sem ég hélt fyrir ári síðan, sem ég held að geti staðið nokkurn veginn orðrétt.

Ég verð að segja, úr því að hv. þingmaður Framsóknarflokksins talaði um að hér hefði verið málefnaþurrð í gær þegar við vorum að ræða fjárlögin, að ég man varla eftir því að nokkur framsóknarmaður hafi tekið þátt í þeirri umræðu þannig að mér finnst það koma úr hörðustu átt. (Gripið fram í: Og hvað með það?)