145. löggjafarþing — 4. fundur,  11. sept. 2015.

viðvera forsætisráðherra í fjárlagaumræðu.

[10:48]
Horfa

Elín Hirst (S):

Virðulegi forseti. Ágætu samstarfsmenn. Það er gott að vera komin aftur til starfa en það liðu ekki nema nokkrar mínútur þar til í raun og veru sama samræðuhefðin hófst að nýju úr fundarstóli Alþingis um hluti sem ekki eru á dagskrá. Mér þótti hins vegar vænt um að heyra hv. þm. Össur Skarphéðinsson reyna að sætta menn, þannig að menn reyndu að halda haus og tala um það sem skiptir máli. Ég mundi sjálf, ef ég væri forsætisráðherra, gjarnan vilja standa hérna og tala um mín mál, ég verð að segja alveg eins og er. Ég held því að þetta sé ekki það að viðkomandi sé ekki hérna heldur sé aðalmálið að þessu verði breytt, svo að því verði uppraðað þannig framvegis að viðkomandi ráðherra ræði um þetta. Og förum nú að ræða málefni dagsins.