145. löggjafarþing — 4. fundur,  11. sept. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[14:47]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra fyrir greinargott svar. Hins vegar langar mig að spyrja hvort þetta snúist ekki líka um verndun umhverfisins og verndun náttúrunnar og hvort þetta eigi ekki heima undir umhverfisráðherra þar sem um er að ræða náttúruspjöll í sumum tilfellum sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri fræðslu. Þetta þarf ekki að kosta mikinn pening, við erum að tala um bæklinga sem hægt er að þýða þar sem útskýrt er hvað mosi er. Mosi er til dæmis ekki eitthvað sem allir kannast við. Það væri hægt að gera eitthvað svona sem ætti ekki að kosta neitt sérstaklega mikið.

Hefur umhverfisráðherra áhuga á því að gera eitthvað slíkt?