145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

kosning 6. varaforseta í stað Óttars Proppés, skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 82. gr. þingskapa.

[13:34]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Eins og tilkynnt var í upphafi þingfundar í gær hefur borist bréf frá Óttari Proppé, 11. þm. Reykv. s. og 6. varaforseta Alþingis, um að hann segi af sér sem 6. varaforseti Alþingis. Samkvæmt því er á dagskrá þessa fundar kosning 6. varaforseta.

Mér hefur borist ein tilnefning, um 6. þm. Reykv. s., Róbert Marshall. Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég Róbert Marshall réttkjörinn sem 6. varaforseta Alþingis. Ég óska honum til hamingju með kosninguna og allra heilla í starfi.