145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[14:43]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Nú er það þannig að fólk sem er á tryggingabótum, sem fær fullar tryggingabætur, þarf að greiða opinber gjöld. Mér finnst það frekar tæknileg útfærsla að segja að það kosti, það er markmiðið sem skiptir máli. Mín skoðun er að það ætti að vera markmið okkar að bæta hlut fólks sem er á tryggingabótum og fær ekki meira en það, mér finnst það bara ekki skipta máli, virðulegi forseti, hvort ríkið fær eitthvað í sinn hlut þegar komið er upp í 230 þús. kr. eða ekki. Það er í okkar valdi að breyta þessu. Ef við viljum gera gott við þá sem minnst hafa getum við gert það. Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hafi tölur yfir það hvað launahækkanir til lækna, hjúkrunarfólks, til BHM, kosti ríkið á ári. Í þessu sambandi vil ég miða við það að hæstv. ríkisstjórn (Forseti hringir.) er að afnema tímabundna skatta upp á 25 milljarða á ári.