145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[14:55]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við erum algerlega sammála um markmiðið með þessu sem er að nema á brott neysluskatta, einfalda viðskiptaumhverfið og opna fyrir betra og frjálsara viðskiptaumhverfi á Íslandi.

Ég get tekið undir að best hefði verið að taka þessi skref öll í einu en við vorum að reyna að ná nokkrum markmiðum á sama tíma. Við vorum að horfa til heildarafkomu ríkissjóðs, við vorum að horfa á ástand efnahagsmála heilt yfir. Það líða þó ekki nema 12 mánuðir frá því að fyrra skrefið er stigið þar til seinna skrefið er komið til framkvæmda. Ég ítreka það sem ég sagði fyrr í ræðu minni, mér finnst það vel koma til skoðunar að taka hluta af þessum vöruflokkum og færa á milli gildistökuákvæðanna.