145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[20:21]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir fyrirspurnina. Ég kannast við að það hafi komið fram hér hugmyndir um að bíða eftir jafningjarýni DAC. Því er til að svara að 2013 var gerð mikil úttekt á þróunarsamvinnunni. Við byggjum ferlið sem við erum að fara í meðal annars á því einmitt að fram komu ábendingar um að Ísland væri frekar lítið gjafaríki, eins og kom fram í ræðu minni, og það kynni að vera eðlilegt að fara yfir umfangið og umsýsluna og hvernig skipulag þróunarsamvinnu er. Það er akkúrat það sem við gerðum. Þar af leiðandi liggur fyrir nýleg úttekt sem lögð er meðal annars til grundvallar. Það var því ekki talin þörf á því að bíða eftir jafningjarýninni sérstaklega.