145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[20:25]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú er þetta mál komið til kasta þingsins aftur og hæstv. ráðherra verður að lúta vilja Alþingis. Honum er ekki heimilt að gera neinar ráðstafanir sem lúta að samþykkt þessa frumvarps fyrri heldur en samþykktin liggur fyrir hér á hinu háa Alþingi.

Mig langar til þess að varpa spurningu til hæstv. ráðherra: Hefur hann formlega boðið einhverjum starfsmanna ÞSSÍ það sem hann kallaði sambærilegt starf innan ráðuneytisins? Hafa einhver bréf gengið frá ráðuneytinu sem lúta að því að ráðuneytið sé byrjað að starfa eins og þetta frumvarp sé þegar samþykkt?