145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:08]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins ítreka þá afstöðu mína að í þessu tilviki væri eðlilegt að hæstv. utanríkisráðherra stigi hér fram og lýsti því yfir að hann muni að sjálfsögðu tryggja endurráðningu eða áframhaldandi ráðningu, skulum við segja, forstöðumanns Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, hvernig sem þessi mál verkist.

Það hefur komið fram, bæði úr munni hæstv. ráðherra og af hálfu allra sem hafa kynnt sér þessi mál, að þarna er um að ræða starfsmann sem hefur staðið sig einkar vel í starfi, aldrei hef ég heyrt á hann orði hallað eða talað um hans verk og störf á annan veg en þennan.