145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:30]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort ég á að hafa svarið stutt eða langt. Þar sem komið er inn í nóttina er ég að hugsa um að hafa það bara stutt: Mér finnst eiginlega ekkert liggja á. Það er óþarfi að vera að skakast til með stofnanir. Ég heyrði ekki í ræðunni áðan eða við lestur greinargerðarinnar að líf lægi við. Ef þetta snýst um forstöðumanninn er sennilega einfaldast að endurráða hann ekki og hinkra, eða þá að láta embættistíma forstöðumannsins, sem er fæddur 1949, ef ég man rétt, renna sitt skeið. Eins og ég segi ætla ég bara að hafa þetta stutt, ég á nógan tíma eftir og ætla ekki að eyða tímanum hérna. Ég segi bara að það liggur ekkert á.