145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:33]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég rakti það í ræðu minni að sú hefur verið þróunin, alla vega á öldinni sem leið og inn á þessa öld, að aðskilja framkvæmdarvaldið, sem sagt stjórnsýsluna og stjórnarstofnanir. Það má eiginlega segja að sú þróun hafi hafist strax 1914 og kannski þegar heimastjórnin hófst og hér hófst uppbygging innlendra stofnana. Það fer náttúrlega aldrei vel á að hafa eftirlit með sjálfum sér þó að það sé býsna þægileg stjórnsýsla. Enn og aftur, ég á nógan tíma eftir en ég ætla ekki að lengja mál mitt. Ég lýk máli mínu.