145. löggjafarþing — 7. fundur,  16. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:09]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég ítreka það sem ég sagði í ræðu minni og það sem hv. þingmaður spyr mig um, að ég finn ekkert annað í frumvarpinu en það að ráðherrann sé að ásælast fjármuni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands til að taka það undir hatt ráðuneytisins, setja þá þar inn með öllu eins og það er í dag og mun svo taka til hendinni gagnvart þeim átta starfsmönnum sem eiga að flytjast með, færa þá í önnur störf eða eftir atvikum kannski að ráða ekki í störf ef einhverjir kjósa að hætta, að þiggja ekki áframhaldandi starf nema ef þessi nýja samþykkt ríkisstjórnar eigi að gilda eins og læðist að mér sá grunur.

Já, sporin hræða, og hvernig hæstv. ráðherra hefur talað, m.a. um málefni flóttamanna, í þeirri umræðu sem er á Íslandi í dag, þá er ég í raun og veru (Forseti hringir.) skíthræddur við þann ráðherra, hvað hann gerir í þessum málaflokki.