145. löggjafarþing — 7. fundur,  16. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:12]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hlustaði af athygli á orð hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar enda þekki ég ekki mjög vel til þess hvað tíðkast hefur varðandi viðveru ráðherra en ég verð þó að segja að mér fannst þetta allsérkennileg uppákoma þegar ráðherra tilkynnti það að hann ætlaði ekki að vera hér í þessari umræðu og rauk á dyr.

Mér finnst hins vegar ekki ganga að ætla að fresta umræðunni til kl. 7 vegna þess að þá þóknist hæstv. ráðherra að koma aftur. Mér finnst miklu eðlilegra að gera kröfu um að við frestum þessari umræðu í dag og tökum hana aftur upp á morgun í staðinn fyrir að gera einhverja tveggja klukkutíma eyðu í störfum okkar. Bara fínt mál, frestum umræðunni og höldum áfram á morgun.