145. löggjafarþing — 7. fundur,  16. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:31]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel það vel koma til greina, ég tel að eftirlitshlutverkið sé mjög mikilvægt, þ.e. hvernig farið er með fjármunina. Það eru vissulega miklir fjármunir þarna undir og Þróunarsamvinnustofnun Íslands fær eitthvað um 40% af því sem fer í þennan málaflokk. Hægt er að gera breytingar án þess að draga stofnunina inn í ráðuneytið. Stefnumótun, framkvæmdarvaldið og eftirlitshlutverkið fara bara ekki saman. Það er alveg hægt að styrkja eftirlitshlutverkið með aðkomu þingsins og að þingið fylgist betur með hvernig fjármununum er varið án þess að menn fari (Forseti hringir.) út í svona drastískar breytingar eins og þarna eru á ferðinni.