145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:43]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu Guðrúnu Helgadóttur fyrir svarið. Hún talar hér um gamla Ísland og samþjöppun valds. Það er með ýmsu móti hvort málaflokkar eru innan ráðuneyta eða í sérstökum stofnunum. Við höfum nú nýlega rætt þróunarsamvinnu vettvangi þingsins og þá var einmitt bent á að þetta væri með ýmsu móti. Það eru ríki sem horfið hafa frá sérstökum stofnunum, hafa verið með svolítið kalda fætur gagnvart því, að það sé ekki endilega hin rétta leið.

Ég velti því fyrir mér af því að rökin eru þau að (Forseti hringir.) þróunarsamvinna snerti svo marga ólíka fleti (Forseti hringir.) og þess vegna þurfi þetta að vera inni í utanríkisráðuneytinu: Er það einsdæmi með þróunarsamvinnu að hún hafi snertifleti (Forseti hringir.) við ólíka þætti í mannlegu samfélagi?