145. löggjafarþing — 10. fundur,  22. sept. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[17:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir þetta, við þurfum kannski að ákveða nánar hversu langt við ætlum að ganga í þessu efni, en ég ætla bara rétt í lokin að bæta því við að það þarf að sjálfsögðu alltaf að vera gott samstarf milli þingsins og viðkomandi ráðuneyta sem reynir á hverju sinni. Mér finnst það hafa gengið alveg ágætlega. Það verður áfram hægt að treysta á gott samstarf við fjármála- og efnahagsráðuneytið varðandi upplýsingagjöf. Það á bæði við um upplýsingar sem beðið er um úr þingsal og í störfum nefndanna. Það breytir því ekki að þingið þarf á eigin fótum að geta haft aðgang að sérfræðiþekkingu um þessi stóru og mikilvægu málefni.