145. löggjafarþing — 10. fundur,  22. sept. 2015.

sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007.

60. mál
[21:19]
Horfa

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er mér mikið ánægjuefni að mæla fyrir frumvarpi til laga um sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla. Flutningsmenn auk mín eru hv. þingmenn Elín Hirst, Helgi Hjörvar, Birgitta Jónsdóttir, Willum Þór Þórsson og Brynhildur Pétursdóttir. Þetta er þverpólitískt sanngirnismál sem við flutningsmenn vonumst til að nái skjótt fram að ganga. Ég vísa í greinargerð frumvarpsins um skýringar á málavöxtum og legg til að frumvarpið gangi til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni þessari umræðu.