145. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[16:37]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það þarf náttúrlega ekki að endurtaka það, við getum talað um að gildissviðið sé þrengt. Við teljum að við séum að skýra það. Til að upplýsa þingmanninn þá hefur bæði verið haft samband við Pál Þórhallsson sem er formaður stjórnarskrárnefndar í forsætisráðuneytinu, hann fékk þetta ákvæði varðandi varúðarregluna alveg sérstaklega til skoðunar. Þá höfum við unnið mjög náið með Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor, vegna 9. gr. Og varðandi hvaðan athugasemdir koma fram þá er það m.a. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins, það er rétt. Ég er alltaf mjög veik fyrir því þegar athugasemdir koma frá samtökum sveitarfélaganna vegna þess að þau eru nú annað stjórnkerfið í landinu og ég tek þau mjög til mín.