145. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2015.

uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

133. mál
[18:30]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og kom bersýnilega fram í orðum þingmannsins er þessi atvinnugrein á þeim stað sem hún er á núna af því að stjórnvöld hafa hvatt og stuðlað að því með niðurfellingu á ýmsum gjöldum og öðrum, þar með hefur greinin orðið svona hraðvaxta. Það er algjörlega komið að þeim tímapunkti að skoða þarf atvinnugreinina eins og margar aðrar, að hún skili auknum arði til þess að hið opinbera hafi meira fjármagn á milli handanna.

Þó að ég tali hér um að verndar- og sóknaráætlanir séu mikils virði er ég alls ekki að mæla því mót að við friðlýsum meira.