145. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2015.

uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

133. mál
[18:34]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þetta. Það sem við sjáum fyrir okkur er ekkert ósvipað og með samgönguáætlun, við eigum fyrir áætlun, hvernig við ætlum að byggja upp hvern og einn stað, hvað við getum gert og þegar sú áætlun liggur fyrir fengjum við þá það fjármagn sem við þyrftum til þess.

Landsskipulagið hefur ekki verið samþykkt. Við töldum ekki eðlilegt að við værum að vísa í eitthvað sem væri í áætlun sem Alþingi væri ekki búið að samþykkja. Það er þá eitthvað til umræðu síðar.