145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

vinnubrögð í atvinnuveganefnd.

[10:51]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Það er með ólíkindum hvað allt fer á annan endann ef verkefnisstjórn rammaáætlunar ber á góma. Ég tek undir það sem hefur komið fram hérna hjá þeim aðilum sem sátu fundinn í morgun, og voru það nú ekkert allir úr stjórnarliðinu, sem töldu að þetta hefðu verið góðar samræður. Ef það er ekki merki um góðan vilja til að vinna saman að byrja á að ræða saman og reyna að koma í veg fyrir misskilning þá veit ég ekki hvað. Það koma athugasemdir til atvinnuveganefndar í ár um verklagið. Er ekki rétt að stilla saman strengina svo við séum öll á sömu blaðsíðu um hvernig við ætlum að vinna þetta? Ég held að þeir sem hafa hæst hér vilji bara halda áfram (Forseti hringir.) stríði og vera í stríði í allan vetur eins og þeir voru allan síðasta vetur.