145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

vinnubrögð í atvinnuveganefnd.

[11:05]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég mótmæli túlkun formanns Samfylkingarinnar, hv. þm. Árna Páls Árnasonar, sem segir mig hafa boðað hér lagabreytingar sem eru ekki á mínu sviði. Það var ekki það sem ég var að tala um. Ég bið menn um að halda sig við umræðuefnið. Ég var að segja að það væri greinilega eitthvað að lögum sem hafa — markmiðið með vinnunni allri var að leiða til lykta (SSv: … í lögunum.)ágreining … (Gripið fram í: Þú sagðir þetta.)

Virðulegur forseti. Það er erfitt að halda sig innan tímamarka þegar maður fær ekki ráðrúm til að ræða málin hér. Það er eitthvað að löggjöfinni þegar ágreiningurinn er svo mikill og það er það sem við þurfum að ræða okkur í gegnum. Ég er ekki að boða einar eða neinar lagabreytingar. Ég er ekki að lýsa neinu (Forseti hringir.) vantrausti á umhverfisráðherra, þvert á móti. Við höfum rætt þetta. Ég vil að menn taki þessu eins og það er. Við þurfum að koma þessu máli í betri farveg, okkur öllum til heilla. Það var á síðasta kjörtímabili sem deilan var um (Forseti hringir.) í hvorri nefndinni málið átti heima.