145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

132. mál
[12:02]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. framsögumanni efnahags- og viðskiptanefndar fyrir svörin. Það er ánægjulegt að heyra að ráða mátti af gögnum málsins, þó að það kæmi ekki beinlínis fram, að A-deild LSR væri þá komin inn fyrir mörkin núna og að ekki hefði þurft sérstaka undanþágu hennar vegna. Það er fagnaðarefni og samanber líka það sem fram kom um að þetta væri líka að þokast í rétta átt hjá sveitarfélagasjóðnum. Þótt hægt gangi horfir það til betri vegar.

Ég hef engan áhuga á því að lengja umræðuna um þessi mál en mér fannst vel við hæfi að nefna aðeins stöðuna almennt í lífeyrismálum í tengslum við umræður um þetta litla frumvarp sem góð samstaða er um að flýta fyrir og gera að lögum hér í dag.